143. löggjafarþing — 78. fundur,  20. mars 2014.

utanríkis- og alþjóðamál.

418. mál
[12:15]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Til að svara því í stuttu máli tel ég mjög æskilegt að stækkun eigi sér stað á næsta leiðtogafundi NATO. Ég held að það sé mjög mikilvægt að stíga það skref og mun fyrir mitt leyti styðja það.

Varðandi ágreining okkar hv. þingmanns um Evrópumálin er auðvitað töluverður munur á afstöðu okkar svo að ekki sé meira sagt. Ég las það í ræðu hv. þingmanns að hann teldi að vegna ýmissa hagsmuna sem við eigum undir í samskiptum við Evrópusambandið væri best fyrir okkur að sitja áfram bljúgir í biðsal Evrópusambandsins og láta sem við værum í viðræðuferli. (ÖS: Standa við orð ykkar — standa við …) Ég velti því (ÖS: Það var það sem …) fyrir mér hvort hv. þingmaður telji hreinskiptið í samskiptum við Evrópusambandið fyrir ríkisstjórn og þingmeirihluta, sem ekki ætla sér inn í sambandið, að láta líta svo út að menn séu á leiðinni þangað inn (Forseti hringir.) þegar þeir eru það ekki.