143. löggjafarþing — 78. fundur,  20. mars 2014.

utanríkis- og alþjóðamál.

418. mál
[12:22]
Horfa

Elín Hirst (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, ég biðst velvirðingar á því ef ég hef verið að túlka orð 4. þm. Reykv. n., hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar, varðandi samráð við forsetann, en mér fannst ég heyra á máli hans í hans ræðu að það hefði verið í mjög ljúfum farvegi. (ÖS: Þau voru það iðulega.)

Þá spyr ég þingmanninn hvort honum finnist að sú staða sem uppi er varðandi forsetann, sem við höfum verið að ræða hér, sé sú sem við viljum eða hvort við viljum gera hlutverk hans skýrara samkvæmt stjórnarskránni. Hvað leggur hann til í þeim efnum?