143. löggjafarþing — 78. fundur,  20. mars 2014.

utanríkis- og alþjóðamál.

418. mál
[13:49]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Sjálfstæðisflokkurinn átti ekkert erfitt með að láta svo í veðri vaka í aðdraganda kosninga að haldið yrði áfram með þetta ferli ef niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu mundu leiðbeina honum svo.

Nú hefur formaður Sjálfstæðisflokksins opnað á það að þjóðaratkvæðagreiðsla gæti orðið í tengslum við málið. Þá vil ég spyrja hv. þingmann hvort hann sé ósammála mér um það að eðlilegt sé að spyrja þjóðina bara hreint út hvað hún vilji gera í staðinn fyrir að fara í einhvern undarlegan leiðangur að því og spyrja hvort það eigi að slíta viðræðum eða halda ekki áfram. Ég vil spyrja hv. þingmann, þar sem formaður hans hefur nú opnað á þetta, hvort hann sé til viðræðu um eitthvert annað orðalag en formaður hans hefur lagt til og að menn komi nú einu sinni hreint fram og spyrji þjóðina hreint út í þjóðaratkvæðagreiðslu (Forseti hringir.) og vinni svo í umboði hennar eins og hún hefur óskað eftir.