143. löggjafarþing — 78. fundur,  20. mars 2014.

utanríkis- og alþjóðamál.

418. mál
[14:00]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Hann talaði mikið um Evrópusambandið og aðeins um Evrópska efnahagssvæðið og vék þar aðeins að því að það liði að því að við þyrftum að fara að breyta stjórnarskránni til að geta uppfyllt skyldur okkar gagnvart Evrópska efnahagssvæðinu.

Ég velti því fyrir mér, án þess að vilja endilega tala fyrir því að við göngum í Evrópusambandið — ég tel okkur þurfa mun sterkari og lengri þjóðfélagsumræðu til að það sé við hæfi — hvernig hv. þingmaður sjái fyrir sér framtíð Íslands innan Evrópska efnahagssvæðisins. Ég spyr þá sérstaklega hvort hv. þingmaður telji raunhæft að við munum öðlast þau völd sem við þurfum innan Evrópusambandsins til að hafa áhrif á ákvarðanir sem þar eru teknar til jafns við það sem við hefðum ef við værum hluti af ESB.