143. löggjafarþing — 78. fundur,  20. mars 2014.

utanríkis- og alþjóðamál.

418. mál
[14:05]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður nefndi valdið hjá innlendum aðilum sem ég þakka mikið því það er náttúrlega lýðvaldið sem hann er að vísa í. Við erum væntanlega ekki bara lýðveldi einu sinni á fjögurra ára fresti. Þegar ákveðin krafa er um að þjóðin fái að taka þátt í ákvarðanatöku um sjálfa sig mundi maður ætla að orðið yrði við slíkri beiðni. En bara svona hugmynd: Ef það gerist ekki gætu aðstandendur þjóðfundarins til dæmis tengt vefinn sinn við íslykilinn og haldið þjóðaratkvæðagreiðslu sjálfir.