143. löggjafarþing — 78. fundur,  20. mars 2014.

utanríkis- og alþjóðamál.

418. mál
[15:08]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Takk kærlega fyrir, þetta var ágætislýsing á því sem ég var að spyrja um.

Nú er það svo að við fæðumst ekki lýðræðisverur, við lærum það. Þess vegna er það í aðalnámskrá að við skulum læra hvernig lýðræðislegt samfélag virkar. Að sjálfsögðu er erfitt að henda sér út í lýðræðið eftir að hafa aldrei notað það, og kannski kann samfélag ekki á það og hvernig það virkar. Ég er ekki endilega að tala um risastórar þjóðaratkvæðagreiðslur í hvert skipti, við verðum náttúrlega gera það á minni skala til að byrja með, gera það í héruðum, borgum og svo á landsvísu, bara að hjálpa til við að kenna fólki hvernig á að iðka lýðræði.

Þegar allt kemur til alls eiga atkvæðagreiðslur ekki að vera neitt tiltökumál. Kostnaðurinn er réttlætanlegur í niðurstöðunni. Eins og við búum við í dag er orðið miklu ódýrara, aðgengilegra og einfaldara að bjóða upp á atkvæðagreiðslur. Ég skil það bara eftir í þeim orðum.