143. löggjafarþing — 78. fundur,  20. mars 2014.

utanríkis- og alþjóðamál.

418. mál
[15:54]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir að koma aðeins inn á netöryggismálin og slíka hluti aftur. Mig langaði aðeins að bæta þar við með tilvísun í önnur frumvörp sem ég hef séð hér en hvað varðar gagnageymdarákvæðið í utanríkismálunum hefur oft verið vísað í dulkóðun. Ég er kannski að taka kennarahattinn á þetta, dulkóðun er bara tímabundin lausn. Borin er ábyrgð á hverri dulkóðunaraðferð í ákveðið mörg ár. Eftir það er hægt að afkóða hana. Ég vil benda fólki á að hafa það í huga hvað varðar gagnageymd og dulkóðun í heilbrigðisgögnum o.s.frv. Við þurfum að taka dálítið aðrar ákvarðanir fyrir framtíðina en við kannski kunnum á.