143. löggjafarþing — 78. fundur,  20. mars 2014.

utanríkis- og alþjóðamál.

418. mál
[16:55]
Horfa

Haraldur Einarsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að við hv. þm. Árni Þór Sigurðsson séum alveg á sama máli hérna. Auðvitað eigum við að vinna að því að seinka því eftir föngum að þessi jökull bráðni og vinna með öllum mögulegum ráðum gegn loftslagsbreytingum.

Ef siglingaleiðirnar opnast samt mundi ég að minnsta kosti ekki vilja glata þeim tækifærum til Rússlands, Kanada eða annarra þjóða ef það er möguleiki að við getum sótt þessi tækifæri.

Ég vil ljúka þessu andsvari með því að segja að við Árni Þór erum alveg sammála um að við ættum að vinna gegn öllum loftslagsbreytingum sem stuðla að hlýnun jarðar.