143. löggjafarþing — 78. fundur,  20. mars 2014.

utanríkis- og alþjóðamál.

418. mál
[16:56]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Takk fyrir góða ræðu. Alltaf þegar talað er um veldisvöxt og svoleiðis finnst mér ræða sjálfkrafa góð, það er mjög gott að skilja þetta hugtak og það hjálpar okkur að skilja mun betur hvað er að gerast. Þó að við stöðvum hlýnun jarðar núna þýðir það ekki endilega að allt bakki eða haldist eins og það er núna. Það er ekki hægt að búast við því að það sem hefur gerst sé viðsnúanlegt þannig að við verðum alltaf að gera ráð fyrir breytingum.

Hafnir? Allt í lagi, gæti vel verið. Því má bæta við að skip bíða við Súez sem þýðir væntanlega að skip mundu bíða við höfn sem gæti þýtt margar hafnir. Að sjálfsögðu dreifast þær eitthvað á milli Noregs, Íslands, Kanada o.s.frv. þannig að það er betri dreifing sem er fínt.

Þess má geta líka að það er tiltölulega sjaldgæft í jarðsögunni að það séu pólar á báðum skautum. Við sem mannkyn höfum kannski ekki upplifað það en jörðin hefur mjög oft upplifað það að það sé enginn ís á norðurpól, hvað þá á suðurpólnum eða einhvers staðar annars staðar.

Ég vildi bara bæta þessum upplýsingum við. Við skulum ekki gera ráð fyrir að okkur takist eitthvert ætlunarverk. Við skulum líka búast við annarri útkomu.