143. löggjafarþing — 78. fundur,  20. mars 2014.

utanríkis- og alþjóðamál.

418. mál
[17:10]
Horfa

Karl Garðarsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það hefur svo sem margsinnis komið fram í umræðum að núverandi stjórnvöld gáfu út þá yfirlýsingu fyrir kosningar að ekki yrði haldið áfram í þessum viðræðum nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. (ÖS: Það er lausnin, elsku drengurinn.) Síðan hafa menn verið að leggja mismunandi túlkun í þau ummæli hvað þau þýða. Auðvitað hefði kannski mátt orða það skýrar. En það liggur alveg fyrir að viðræðum yrði ekki haldið áfram nema þjóðaratkvæðagreiðsla yrði á undan. Það liggur alveg fyrir. Það er ekki verið að svíkja það neitt.

Varðandi sambandsríki Evrópu vill svo til að nokkrir af æðstu yfirmönnum og embættismönnum Evrópusambandsins hafa verið að hvetja til þess að sú leið yrði farin að ríki Evrópusambandsins færðust í átt að sambandsríki. Hægt er að fletta upp þeim ummælum ef hv. þingmaður þekkir ekki til þeirra. Nokkrir af æðstu yfirmönnum Evrópusambandsins hafa hvatt til þess að sú leið verði farin. Ég er mjög undrandi á því að hann skuli ekki kannast við það.