143. löggjafarþing — 79. fundur,  24. mars 2014.

kveðjur til þingmanns.

[15:02]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Síðdegis á laugardaginn bárust þær fregnir að einn úr hópi okkar alþingismanna, hv. 6. þm. Reykv. s., Róbert Marshall, formaður þingflokks Bjartrar framtíðar, hefði slasast við Hlöðufell þar sem hann var á vélsleða ásamt öðrum. Hann dvelst nú á sjúkrahúsi í Reykjavík.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem forseta hafa borist eru að mati lækna góðar vonir um að hv. þm. Róbert Marshall, þrátt fyrir áverka sem hann hlaut, nái fullri heilsu á ný innan ekki langs tíma. Sú er líka ósk okkar og bæn, samþingmanna hans. Héðan frá Alþingi eru honum og fjölskyldu hans sendar kveðjur með ósk um góðan og skjótan bata.