143. löggjafarþing — 79. fundur,  24. mars 2014.

ráðning forstjóra LÍN.

[15:09]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Illugi Gunnarsson) (S):

Virðulegi forseti. Nú þegar hefur verið sent bréf til umsækjandans þar sem rakin eru þau atriði sem vógu þyngst þegar áðurnefndur umsækjandi var valinn. Vitanlega fer ekki fram neinn samanburður í slíku bréfi á milli umsækjenda heldur eru einungis tilteknir þeir þættir og þau atriði sem réðu úrslitum um að þessi umsækjandi var valinn. Þar er meðal annars nefnd reynsla viðkomandi af stjórnsýslunni, almenn og sérstök þekking á stjórnsýslunni, þ.e. sérstaklega á sviði fjármála. Slíkir þættir vógu augljóslega þungt í þessu máli.