143. löggjafarþing — 79. fundur,  24. mars 2014.

losun og móttaka úrgangs frá skipum.

376. mál
[15:45]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og ég sagði í inngangsorðum mínum eru þessi mál í býsna góðum farvegi hjá okkur og innleiðingin er sannarlega gerð eins og tilskipunin segir til um. Þau skip sem til að mynda koma til með að verða bundin af þessu sem ekki eru bundin af því í dag eru tankskip alls konar, eins og hv. þingmaður benti á, skemmtiferðaskip og önnur slík skip sem ekki hefur verið augljóst að tilskipunin næði yfir. Þótt einhver hafi kannski hagað sér á þennan hátt eru hér komin skýr lagafyrirmæli um hvernig þessu skuli háttað og komin skýr gjaldtökuheimild fyrir því hvernig að því skuli staðið.