143. löggjafarþing — 79. fundur,  24. mars 2014.

losun og móttaka úrgangs frá skipum.

376. mál
[15:52]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Varðandi viðurlögin og eftirlitið með þeim nefndi ég Hafnasambandið en ætlaði að nefna Hafnaríkjaeftirlitið, sem fylgist með því að þetta sé gert á eðlilegan hátt.

Það er rétt hjá hv. þingmanni að við höfum lagt allt of lítið í þennan málaflokk á liðnum árum. Síðast í morgun lagði ég til við fjárlagagerð vegna ársins 2015 að menn mundu snarauka fjármuni í þetta. Á liðnum mörgum árum hefur þetta verið mjög illa fjármagnað. Ég held ég fari rétt með það að til Umhverfisstofnunar hafi verið settar 5–7 milljónir sem síðan hafa verið í ráðuneytinu að einhverju leyti og svo farið til Umhverfisstofnunar. Það er auðvitað unnið á fleiri vígstöðvum, það er unnið bæði hjá Hafrannsóknastofnun og annars staðar að þeim verkefnum. Það er rétt að við höfum ekki sett nægilega fjármuni til þessa á liðnum árum en það er alla vega meiningin að bæta úr því héðan í frá.