143. löggjafarþing — 79. fundur,  24. mars 2014.

losun og móttaka úrgangs frá skipum.

376. mál
[16:09]
Horfa

Össur Skarphéðinsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Örstutt athugasemd um mál hv. þingmanns sem talaði áðan. Ég er henni ósammála, hafi ég skilið hana rétt, um að hægt sé að líta á gjaldið sem skatt. Mér fannst hv. þingmaður tala þannig að þrátt fyrir þær breytingar sem hæstv. ráðherra leggur til líti hún eftir sem áður á það sem skatt. Ég er þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að líta á þetta sem skatt vegna þess að það segir skýrt að gjaldið eigi að ráðast af tegund og magni þess úrgangs sem afhentur er í hverri höfn. Þá finnst mér að meginmunur sé þar á slíkri gjaldtöku annars vegar og hins vegar skattheimtu.