143. löggjafarþing — 79. fundur,  24. mars 2014.

staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar.

417. mál
[18:53]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætlaði alls ekki að tala niðrandi um hvernig við högum löggjöf um þjóðkirkjuna, alls ekki, og ég vil alls ekki að ráðherrann telji mig vera að gera það. Eftir því sem ég hef fengið fregnir af er samstaða, en hvernig féllu atkvæði? Það hlýtur að skipta okkur svolitlu máli þegar við tökum málið upp á Alþingi hvort samstaða hafi verið um öll atriðin eða hvort eitt atriði skipti meira máli en önnur. Við vitum að oft eru sum atriði meira áríðandi en önnur. (Forseti hringir.) Mér finnst við þurfa að vita það absalút á Alþingi hvernig samstaðan á kirkjuþingi var. Var hún yfirgnæfandi eða voru deilur um þetta meðal þeirra sem þar sátu, eins og ég hef fregnir af?