143. löggjafarþing — 79. fundur,  24. mars 2014.

staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar.

417. mál
[19:00]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka kærlega svarið sem var greinargott og skýrt. En þá velti ég fyrir mér, ég skil hæstv. ráðherra þannig að þar sem þetta samkomulag hafi verið gert 2006 sé hér ekki um að ræða aukin fjárútlát til kirkjunnar núna árið 2014, heldur snúist málið um að samkomulagið hafi verið gert 2006. Þá var auðvitað önnur ríkisstjórn og annað þing o.s.frv., en ég velti fyrir mér hvort hæstv. ráðherra geti séð fyrir sér það fyrirkomulag að sömu lög gildi í framtíðinni sem varði allar slíkar forsendur, hvort sem það eru 11% eða 14%. Það væru sömu lög og sama prósentutala, sömu hlutföll og sömu upphæðir hlutfallslega sem færu til þjóðkirkjunnar og annarra trúar- og lífsskoðunarfélaga í framtíðinni.