143. löggjafarþing — 80. fundur,  25. mars 2014.

starfsáætlun og hugmyndir um sumarþing.

[13:33]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Ef það er satt sem hv. þm. Helgi Hjörvar nefndi, að hæstv. umhverfisráðherra sé að kalla eftir sumarþingi, er það mjög gleðilegt. Þá eru fleiri komnir í lið með mér og þingflokksformanni Framsóknarflokksins, Sigrúnu Magnúsdóttur. Ég hvet fleiri þingmenn til að koma í lið með okkur. Ef við getum ekki klárað þetta almennilega núna fram á vor tökum við bara sumarþing. Við getum gert það. Við getum lagt fram þingsályktunartillögu saman um að gera það. Ég er búinn að kynna mér þetta aðeins og ég trúi ekki öðru en að þeir hv. þingmenn og hæstv. ráðherra sem ég nefndi verði með á þeirri þingsályktunartillögu.