143. löggjafarþing — 80. fundur,  25. mars 2014.

starfsáætlun og hugmyndir um sumarþing.

[13:34]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegur forseti. Það er ekki gott að þurfa að eyða tíma þingsins einu sinni í viku í þetta umræðuefni. Það eru held ég tíu dagar síðan við áttum samtal við forseta um það hvort til stæði að halda sumarþing. Þá var það útsíðufrétt, á forsíðu Fréttablaðsins raunar, og haft þá eftir formanni þingflokks Framsóknarflokksins að það væri í pípunum að halda sumarþing. Nú er það hæstv. umhverfis- og auðlindaráðherra sem er þeirrar sömu skoðunar. Svo virðist sem það sé altalað í þingflokki Framsóknarflokksins, að þetta sé planið.

Ég held að það sé rétt sem bent hefur verið á, það er mikilvægt að breytingar á starfsáætlun fari eftir eðlilegum leiðum og það sé ekki einu sinni í viku í fréttamiðlum ein og ein píla einstakra þingmanna Framsóknarflokksins um þau áform, heldur fari það eftir réttum leiðum. Gott væri að heyra í virðulegum forseta um það hvernig hann sjái fyrir sér stöðu málsins og hvort hún hafi breyst síðan (Forseti hringir.) hann staðfesti hér stöðu starfsáætlunar fyrir rúmri viku.