143. löggjafarþing — 80. fundur,  25. mars 2014.

náttúruvernd.

167. mál
[15:58]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þykist vita að hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon hafi fylgst með lagasetningu og þróun náttúruverndar síðustu árin og áratugina. Mig langar þess vegna að spyrja hann um atriði sem ekki er komið inn á í nefndarálitinu sem við ræðum nú.

Í fyrsta lagi: Telur þingmaðurinn að hlutverk náttúrustofu og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga á sviði stjórnsýslu náttúruverndarmála sé nægilega vel skilgreint í lögum nr. 60/2013?

Hins vegar: Hvernig telur þingmaðurinn að best sé eða mögulegt að nálgast það markmið að ákvarðanir um náttúruvernd séu teknar sem næst vettvangi?