143. löggjafarþing — 80. fundur,  25. mars 2014.

náttúruvernd.

167. mál
[16:08]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég geri auðvitað mikinn greinarmun á því hvort um er að ræða skipulegar ferðir með hóp manna til að skoða ákveðinn stað eða ferð okkar hv. þm. Steingríms J. Sigfússonar í gegnum Geysissvæðið á leið okkar norður til dæmis. (Gripið fram í: Já.) Já. Og þá kemur að skilgreiningunni um almannaréttinn í því. Við verðum að velta fyrir okkur; þurfum við hugsanlega að skilgreina eitthvað betur, þurfum við að gera eitthvað betur, fara yfir þetta betur?

Að lokum vil ég segja að ég hef allt aðra sýn á einkaeignarréttinn en hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon. Ég tel að einkaeignarrétturinn á landi sé nauðsynlegur til framfara. Sagan segir okkur það. Kannski er enginn tími til að deila um það hérna við hv. þm. Steingrím J. Sigfússon, en að öðru leyti get ég tekið verulega undir sjónarmið hans sem komu fram í ræðunni áðan.