143. löggjafarþing — 80. fundur,  25. mars 2014.

náttúruvernd.

167. mál
[16:18]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að halda mjög langa ræðu hérna en ég hélt eins konar bölvunarlestur yfir upprunalega frumvarpinu þegar það kom til umræðu á sínum tíma þannig að mér þykir alveg við hæfi að eyða nokkrum sekúndum í það að þakka hv. umhverfis- og samgöngunefnd og sérstaklega hv. þm. Höskuldi Þórhallssyni fyrir það að fara svo vel með málið. Hér heyrum við málefnalegar og mjög svo uppbyggilegar umræður þar sem jafnvel framsóknarmaður og vinstri grænn ýmist dásama það eða harma að verða meira og meira sammála. Ég þakka sérstaklega fyrir þetta ágæta framtak og vona, virðulegi forseti, að það verði meira um svona vinnubrögð hér á hinu háa Alþingi.