143. löggjafarþing — 80. fundur,  25. mars 2014.

náttúruvernd.

167. mál
[17:34]
Horfa

Frsm. um.- og samgn. (Höskuldur Þórhallsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel að það sé full samstaða um verklagið fram undan. Við höfum útlistað í nefndaráliti helstu ágreiningsefni þó að einhver kunni að vera þar fyrir utan eins og bent hefur verið á.

Ráðuneytið fer yfir málið á næstunni og mun gefa okkur skýrslu eða koma fyrir nefndina og útlista stöðuna á vinnunni. Ég vonast til að breytingarnar komi fyrr en seinna inn í nefndina. Ég nefndi í ræðu minni að það mundi væntanlega gerast í upphafi árs 2015, vonandi fyrr eins og gengur. Tíminn hleypur oft hratt frá okkur.

Ég vona að ég sé með sama skilning og hv. þingmaður. Kannski er ekkert miklu meira um það að segja.