143. löggjafarþing — 80. fundur,  25. mars 2014.

náttúruvernd.

167. mál
[17:36]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni. Ég held að skilningurinn sé sá sami og þá vil ég bara ítreka það sem ég sagði í ræðu minni, að þegar ráðuneytið kynnir breytingarnar fyrir nefndinni höfum við tækifæri til að vinna þetta dálítið á annan hátt en er kannski endilega hefðin. Við höfum tækifæri til þess að leita eftir gestum og sjónarmiðum um málið. Mér heyrist við hv. formaður umhverfisnefndar vera algjörlega sammála um það vinnulag sem er fram undan. Ég vona svo sannarlega að sú vinna geti gengið vel fyrir sig eins og hv. þingmaður sagði hér áðan.