143. löggjafarþing — 81. fundur,  26. mars 2014.

frammíköll í ræðu.

[15:35]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég ætlaði bara að biðjast velvirðingar á því að hafa farið hér fram yfir leyfilegan tíma í ræðu minni áðan, en mér var mikið niðri fyrir, sérstaklega í ljósi þess að hv. þm. Sigrúnu Magnúsdóttur og hv. þm. Unni Brá Konráðsdóttur lá svo mikið á hjarta að ræða við mig með frammíköllum sínum þar sem ég var í stólnum. Ég fékk athugasemdir sem ég vildi gjarnan bregðast við. (Gripið fram í.) Það er þá spurning hvort hv. þm. Sigrún Magnúsdóttir fái ekki sérstakan tíma hér til að koma í ræðustólinn og koma því á framfæri sem hún var að reyna að segja mér á meðan ég var í stólnum áðan. (Gripið fram í: Hver stjórnar …?) Það var ástæðan fyrir því að ég var hér lengur og ég bið forseta innilegrar velvirðingar á því á sama tíma og ég hvet hann til að gefa hv. þm. Sigrúnu Magnúsdóttur aftur orðið.