143. löggjafarþing — 82. fundur,  26. mars 2014.

náttúruvernd.

167. mál
[15:55]
Horfa

Elín Hirst (S):

Virðulegur forseti. Ég segi já við þessu frumvarpi og vil jafnframt geta þess að í mínum huga er þetta söguleg stund á Alþingi og sýnir hvernig meiri og minni hluti geta undir styrkri forustu unnið saman í málum sem þessum ef hugur fylgir máli. Ég hvet fólk til áframhaldandi starfa með þessum hætti og vil sérstaklega þakka formanni umhverfisnefndar fyrir starf hans í þessu máli.