143. löggjafarþing — 82. fundur,  26. mars 2014.

samningur um þátttöku Króatíu á Evrópska efnahagssvæðinu.

288. mál
[16:05]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég hyggst greiða atkvæði með frumvarpinu og fagna því að Króatía sé að koma í hóp annarra landa í EES. Ég vildi árétta sérstaklega að ég tek undir fyrirvara hv. þm. Árna Þórs Sigurðssonar sem kemur fram í nefndaráliti, þann fyrirvara að ég tel ekki nauðsynlegt að nýta heimildir til tímabundinnar frestunar á gildistöku ákvæða en styð þó frumvarpið.