143. löggjafarþing — 82. fundur,  26. mars 2014.

lokafjárlög 2012.

377. mál
[18:52]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Hann gat þess eins og fleiri í umræðunni að sérstaklega mikill agi hafi verið í ríkisfjármálum á síðasta kjörtímabili. Það vill svo til að ég beindi fyrirspurn til skriflegs svars frá hæstv. fjármálaráðherra um fjárlög, fjáraukalög og síðan ríkisreikning fyrir árin 2009, 2010 og 2011. Þegar maður lagði saman tölurnar, frávikin frá fjáraukalögum til ríkisreiknings, munaði 101 milljarði á þeim þremur árum, að meðaltali um 33 milljörðum á ári. Ég get ekki sagt að það sé agi í ríkisfjármálum þegar menn fara þvílíkt fram úr fjárlögum. Þarna höfðu menn eytt peningum sem ekki var gert ráð fyrir í fjárlögum, þeir höfðu farið fram úr fjárlögum sem nemur 101 milljarði á þremur árum.