143. löggjafarþing — 82. fundur,  26. mars 2014.

lokafjárlög 2012.

377. mál
[18:54]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

(Forseti (SJS): Forseti vill taka fram að það eru einhver vandamál með tímamælingu en við reynum að sjá til þess að hv. þingmaður fái sínar tvær mínútur.)

Tíminn telur upp þannig að ég hef ansi góðan tíma. Það vill svo til að ég fékk svar við þessari fyrirspurn 23. mars 2013, þ.e. fyrir nokkurn veginn einu ári, og hún sýndi svart á hvítu að á þeim þremur árum sem ég spurði um voru frávikin frá fjáraukalagafrumvarpi, sem er síðasta fjárlagafrumvarp sem liggur fyrir um þessi ár, til ríkisreiknings, sem er hin raunverulega staða sem ríkissjóður er í, það munaði 101 milljarði á þessum þremur árum. Það kalla ég ekki aga í fjárlögum.