143. löggjafarþing — 83. fundur,  27. mars 2014.

skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar.

[10:38]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegur forseti. Ef hv. þingmaður hefði fyrir því að kynna sér þá greinargerð sem fylgir frumvarpinu sæi hann að lágtekjufólkið í landinu er einmitt ekki skilið eftir. Það nýtur góðs af þessum aðgerðum ekki síður en aðrir, og raunar má segja kannski sérstaklega.

Auðvitað munu einhverjir hópar áfram þurfa á aðstoð að halda. Þessi ríkisstjórn mun áfram vinna að því að skapa þær aðstæður að vandi sem flestra leysist. Vandinn leysist samt ekki nema efnahagslífið komist aftur á réttan kjöl og þær aðgerðir sem ráðist er í hér eru mjög stór liður í. Að heyra hv. þingmann enn eina ferðina halda því fram að þessi ríkisstjórn sé ekki að standa við loforð sín þegar hún er búin að uppfylla (Gripið fram í.) það sem hv. þingmaður kallaði stærsta kosninga… (Gripið fram í.) (Gripið fram í: Er það bara …?) Nú er hv. þingmanni … (Gripið fram í: … kalla fram í.)

(Forseti (EKG): Forseti hefur almennt talað verið fremur umburðarlyndur varðandi frammíköll en nú gengur nokkuð úr hófi.)

Það á einkum við um þá félaga hv. þm. Helga Hjörvar og hv. þm. Árna Páli Árnason sem keppa iðulega um athyglina í þessum fyrirspurnatíma og ef þeim tekst illa upp í fyrirspurninni sjálfri gera þeir það með því að gjamma fram í.