143. löggjafarþing — 83. fundur,  27. mars 2014.

skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl.

474. mál
[11:41]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir þetta. Varðandi seinni spurninguna ætla ég að umorða hana lítillega: Er eitthvað í skýrslunni sem kallar á að við hverfum frá því að reka Íbúðalánasjóð á þann hátt sem við gerum í dag, með einhverjum breytingum þó, þannig að hann uppfylli það félagslega og landsbyggðarlega hlutverk sem hann hefur? Telur hv. þingmaður að eitthvað í skýrslunni kalli til að mynda á að Íbúðalánasjóður hætti starfsemi sinni, hætti útlánastarfsemi sinni, að eignasafnið verði selt, sjóðurinn verði einkavæddur eða eitthvað slíkt? Sýnir skýrslan ekki bara fram á það að það eru ýmsir þættir sem þarf að laga en engu að síður gegni Íbúðalánasjóður mikilvægu félagslegu og landsbyggðarlegu hlutverki?