143. löggjafarþing — 83. fundur,  27. mars 2014.

skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl.

474. mál
[15:43]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég geri það að reglu minni að hlusta vel þegar hv. þm. Vilhjálmur Bjarnason mælir um efnahagsmál. Ég er ánægður að heyra að við erum sammála um þessa framsetningu á 90% lánunum og að þau hefðu sannarlega ekki valdið þenslunni.

Hv. þm. Vilhjálmur Bjarnason kom inn á í ræðu sinni það samfélagslega tjón sem varð hér á árunum 2005–2008, sérstaklega hjá þeim sem tóku lán á þeim tíma, hann leiðréttir mig ef ég er ekki með árin á hreinu. En við getum sannnarlega samglaðst, vænti ég, þar sem við erum að fara í þá sameiginlegu vegferð að leiðrétta þann forsendubrest sem varð, trúi ég, mestur á þeim lánum sem voru tekin á þessum tíma.