143. löggjafarþing — 84. fundur,  31. mars 2014.

fréttaflutningur Ríkisútvarpsins af málum tengdum Evrópusambandinu.

419. mál
[17:46]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég náði ekki alveg þessu svari hjá hæstv. ráðherra. Mér fannst hann ekki svara spurningunum um hvort hann teldi að gera þyrfti einhverja bragarbót á þeirri staðreynd að það hallaði á þá sem teljast jákvæðir gagnvart Evrópusambandinu. Svarið minnti kannski pínulítið á skyggnilýsingarfund á tímabili.

Virðulegi forseti. Það sem mig langar hins vegar að nefna er að það sem sló mig þegar ég sá viðmælendalistann var hrópandi kvenmannsleysi í þeirri umfjöllun. Einhverra hluta vegna er þetta málaflokkur þar sem Ríkisútvarpinu virðist algjörlega ómögulegt að finna viðmælanda af kvenkyni sem ég undra mig mjög á, vegna þess að nóg er af þeim. (Gripið fram í: Alltaf til …) Konur hafa ekki síst gert sig gildandi í þessari umræðu. Mér finnst mjög skrýtið ef Ríkisútvarpið okkar allra finnur ekki kvenviðmælendur í meira mæli en þessi samantekt ber vitni um. (Forseti hringir.)