143. löggjafarþing — 84. fundur,  31. mars 2014.

um fundarstjórn.

[19:06]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég er nú svolítið á sömu nótum, ég held að þetta sé heimsmet í vandræðagangi. (Gripið fram í.) Ég var á skrifstofunni, ég skammast mín sannast að segja fyrir okkur hérna og þennan vinnustað. Hvað er í gangi? Höfum við ekki verið að berjast við það undanfarið að við njótum lítillar virðingar hjá þjóðinni og við erum að bisast við að vanda okkur og þá kemur allt í einu ríkisstjórnin og getur ekki flutt sitt stærsta mál 1. apríl?

Virðulegi forseti. Ég vona nú að þér segið mér að þetta sé allt misskilningur og ég vakni rétt strax og geti skemmt mér yfir þessum fáránlega draumi.