143. löggjafarþing — 86. fundur,  1. apr. 2014.

störf þingsins.

[13:46]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F):

Hæstv. forseti. Hér snjóar upp bitrum krötum sem þola ekki að ríkisstjórnin skuli vera að hrinda í framkvæmd einu stærsta kosningamáli sínu eftir rúma tíu mánuði í starfi. Ég spyr hv. þingmenn sem hér hafa talað mikið um að verið sé að tefja málið um einn dag: Hvar voru þessir hv. þingmenn í síðustu viku þegar til stóð að setja þetta mál á dagskrá, bæði á fimmtudag og föstudag? Hvar voru þeir þá? Ef (BirgJ: … ekki komið …) mönnum liggur svo á að …

Herra forseti. Gæti ég fengið hljóð? (KaJúl: Málið var ekki fram komið.) Gæti ég fengið hljóð, herra forseti, eða bætt við ræðutímann? (Gripið fram í.)

(Forseti (EKG): Ég bið hv. þingmenn að gefa hv. þingmanni næði til að halda ræðu sína.)

Ég skil hins vegar vel að mönnum svíði heimsmetið vegna þess að Samfylkingin [Háreysti í þingsal.] (Forseti hringir.) bauð fram eina málið sitt í síðustu kosningum, í apríl sl., og setti heimsmet í kosningatapi. Hinn gæfurýri formaður, hv. þm. Árni Páll Árnason, hefur sagt sjálfur að hvergi í hinum vestræna heimi hafi einn stjórnmálaflokkur tapað jafn miklu í einum kosningum (Gripið fram í: Búið að toppa það.) (Forseti hringir.) og það er ekki að furða að mönnum svíði þetta. (Forseti hringir.) Ég skil vel að mönnum svíði þetta. (Gripið fram í.)

Þetta bara sannar það að … (Gripið fram í.) Verið bara róleg. Það er þannig að nú eru rúmir tíu mánuðir liðnir frá því að þessi ríkisstjórn kom til valda. Hún er að standa við stærstu loforðin sem hún gaf fyrir síðustu kosningar. (BirgJ: Af hverju … fylgi?) Erum við að fara að kjósa á morgun, hv. þingmaður? (Gripið fram í: Það væri óskandi.) [Kliður í þingsal.]

Ég heyri að þetta vekur ósvikin skemmtileg viðbrögð í salnum, eins og ég átti von á. En verið ekki svona bitur, kæru þingmenn, þetta kemur allt og þetta er allt á áætlun, (BirgJ: Af hverju er ekki …?) öll þessi stóru mál eru á áætlun, verið bara róleg. (Gripið fram í.) Allt gerist og góðir hlutir gerast í réttri röð. Þetta er allt að gerast.

Nú skulum við ekki vera bitur. Við skulum ekki vera bitur, við skulum vera glöð og ég skil ekki að menn skuli vera svona bitrir (Gripið fram í.) þegar það er ástæða til að gleðjast (Gripið fram í.) fyrir hönd heimilanna í landinu. [Hlátur í þingsal.]