143. löggjafarþing — 86. fundur,  1. apr. 2014.

örnefni.

481. mál
[15:35]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Illugi Gunnarsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég treysti mér nú ekki til þess að kveða upp úr með skýrum hætti hvað þetta mál varðar, ég mundi þurfa að skoða það betur. En ég vísa hér til 9. gr. í frumvarpinu en þar stendur í 2. mgr., með leyfi virðulegs forseta:

„Innihald gagnagrunnsins skv. 1. mgr. skal vera aðgengilegt og endurnot þess án gjaldtöku og í samræmi við 30. og 31. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.“