143. löggjafarþing — 86. fundur,  1. apr. 2014.

örnefni.

481. mál
[15:37]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Illugi Gunnarsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það var nú einmitt það sem ég hefði viljað nefna hér, þetta er ágætt mál sem hv. þingmaður nefnir hér og er nauðsynlegt að taka afstöðu til þess. Það yrði þá væntanlega gert í meðförum nefndarinnar sem fær málið til sín.

Hér þarf þá að huga að fjölmörgum sjónarmiðum sem snúa að stöðu þeirra stofnana sem fara með þessa grunna o.s.frv., en ég ítreka að ég treysti mér ekki til þess að fara dýpra í þessa umræðu. Ég veit að þekking hv. þingmanns á þessu fyrirbæri er miklu meiri en mín, en ég ítreka það að þá er þetta eitthvert verkefni sem nefndin getur tekið afstöðu til.