143. löggjafarþing — 86. fundur,  1. apr. 2014.

örnefni.

481. mál
[15:49]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég lét mér einhvern tímann úr greipum ganga tækifæri til þess að lesa fræði Konfúsíusar í fjarlægri álfu og á kannski eftir að sjá eftir því síðar meir.

Ég ætla ekki að gera lítið úr mikilvægi örnefna en spyr ráðherra: Þegar fleiri en eitt örnefni eru um ákveðinn stað — segjum til að mynda jörð, að eigendur jarðarinnar hafi kosið henni ákveðið nafn — þá á eitt örnefni að liggja til grundvallar í opinberum skrám. Er það þá ætlun ráðherrans að örnefnið sem liggi til grundvallar í opinberri skrá sé það nafn sem eigendurnir hafa valið staðnum, eða er það nafn sem opinber nefnd hefur ákveðið að sé betra en nafnið sem eigendurnir völdu?