143. löggjafarþing — 87. fundur,  1. apr. 2014.

afbrigði um dagskrármál.

[17:09]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Píratar sitja einatt hjá þegar kemur að afbrigðum af þessu tagi og munum við því sitja hjá en ekki fara gegn málinu. Það er nauðsynlegt að það komist á dagskrá, það er rétt, en ég hefði viljað kynna mér þetta skjal betur. Við vorum bara að fá það í hendurnar.

Mér finnst þetta mjög alvarlegt inngrip og er alfarið á móti því að skerða réttinn til að grípa til verkfalls ef ekki er hægt að ná samningum á annan hátt. Ég vona að við fáum nægan tíma til að ræða þetta mál á djúpstæðan hátt í nefnd og í þinginu. Það er ekki hægt að leyfa að þetta renni bara í gegn eins og ekkert sé.