143. löggjafarþing — 88. fundur,  2. apr. 2014.

frestun verkfallsaðgerða á Herjólfi VE.

536. mál
[00:11]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég kann bara eitt dæmi sem er stutt síðan, 2010, sem ég tel að hafi verið minni almannahagsmunir. Verkfallið var ekki komið á, ekki einu sinni yfirvinnubann. Þau lög voru sett í tíð síðustu ríkisstjórnar.

Vestmannaeyjar eru eyja og þangað er flug stopult út af veðri. Það er stopult og núna liggja ferðir Herjólfs niðri samfellt frá föstudegi til mánudags. Þegar slíkar aðstæður eru fyrir hendi tel ég réttlætanlegt að grípa inn í verkfall af þessu tagi. Það er mat mitt og ég held mat meiri hlutans, a.m.k. meiri hlutans í nefndinni, við þessar aðstæður. Þetta er orðið langt verkfall. Það er farið að taka mjög í hjá fólki sem ekki hefur aðild að þessari kjaradeilu.