143. löggjafarþing — 88. fundur,  2. apr. 2014.

frestun verkfallsaðgerða á Herjólfi VE.

536. mál
[00:29]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Við píratar höfum fullan skilning á bágri stöðu og erfiðleikum þeim sem fólkið í Vestmannaeyjum býr við. Við hefðum kosið að önnur leið hefði verið farin, t.d. hefði ekki verið úr vegi að skikka Eimskip til samninga með því að setja sektir á fyrirtækið eða eitthvað slíkt. Þarna er verið að etja hverju gegn öðru, sjómönnunum og síðan heilu bæjarfélagi, og mér finnst það ömurlegt. Ég verð bara að segja það alveg eins og er.

Það er slæmt ástand núna í samfélaginu, það eru erfiðir tímar mjög víða. Ég óttast fordæmisgildið sem hér er verið að setja á mjög svo veikum grunni. Mig langar til að þingmenn hugleiði það.