143. löggjafarþing — 88. fundur,  2. apr. 2014.

frestun verkfallsaðgerða á Herjólfi VE.

536. mál
[00:30]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Aðstæður í Vestmannaeyjum eru vissulega þungar og ég hef fulla samúð með Vestmannaeyingum við þessar aðstæður. Það er erfitt að sjá hversu slæm áhrif þetta yfirvinnubann hefur haft á bæjar- og atvinnulíf. Að því sögðu gerir stjórnarskráin ríkar kröfur um umgjörð lagasetningar sem gengur til þess að takmarka stjórnarskrárbundin réttindi. Ríkisstjórnin hefur brugðist í því að færa hér fram boðleg og efnisleg rök fyrir því að um sé að ræða ásættanlega skerðingu á stjórnarskrárbundnum réttindum.

Því miður er þá ekki einfalt að sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu. Ég mun þess vegna greiða atkvæði gegn frumvarpinu.