143. löggjafarþing — 88. fundur,  2. apr. 2014.

frestun verkfallsaðgerða á Herjólfi VE.

536. mál
[00:32]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við höfum skilning á mjög erfiðum aðstæðum Vestmannaeyinga og við höfum skilning á því að þær aðstæður er erfitt að leysa. Við höfum greitt götu málsins í þinginu í dag en eigi að síður, þótt aðstæður séu erfiðar, eru hinum megin á vogarskálunum grundvallarréttindi sem eru skilgreind í stjórnarskrá. Það er okkar mat eftir að hafa farið yfir málið að það séu ekki nægilega ríkir almannahagsmunir eða nægilega sterk rök til þess að ganga gegn þeim grundvallarrétti sem lýtur að rétti stéttarfélaga til að berjast fyrir kjörum sínum.

Þess vegna munum við leggjast gegn frumvarpinu hér á eftir.