143. löggjafarþing — 88. fundur,  2. apr. 2014.

frestun verkfallsaðgerða á Herjólfi VE.

536. mál
[00:32]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Mig langar að þakka þingheimi fyrir að greiða fyrir því að þetta mál komst á dagskrá og afgreiðslu þess hér í kvöld. Ég hef þá sannfæringu að við séum á réttri leið varðandi málið. Auðvitað er þetta erfitt, það er neyðarbrauð að þurfa að grípa til þess að setja lög á kjaradeilur. Það er hins vegar ljóst eftir yfirferð nefndarinnar að það er rétta leiðin í stöðunni. Hér er um að ræða að lögbundnum verkefnum ríkisins hefur verið stefnt í hættu og íbúar í Vestmannaeyjum búa við aðstæður sem ekki eru boðlegar. Ríkir almannahagsmunir eru fyrir því að ríkið grípi inn í og þess vegna segi ég já.