143. löggjafarþing — 90. fundur,  2. apr. 2014.

lokun fiskvinnslu á þremur stöðum á landinu.

[15:37]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegur forseti. Þetta gerist í því kerfi sem síðasta ríkisstjórn skildi eftir sig eftir meira en fjögurra ára setu og er, eins og ég gat um áðan, mikilvæg áminning um að ekki er æskilegt að skattleggja sjávarútveginn á þann hátt að það skapi mjög neikvæða hvata og bitni á byggðarlögum.

Ég endurtek svo það sem ég sagði áðan að nú standa yfir viðræður milli fulltrúa þessa fyrirtækis og heimamanna á hverjum stað, tilraunir til þess að finna á lausn og stjórnvöld hljóta að gefa mönnum frið til að vinna að slíkri lausn og vonast til þess að viðræðurnar skili sem mestum árangri.