143. löggjafarþing — 90. fundur,  2. apr. 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[16:43]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Árna Páli Árnasyni fyrir svarið. Ég ætlaði reyndar í spurningu minni að ræða einstaklinginn frekar en ég er sammála hv. þingmanni að samspil þessara aðgerða hafi mildandi áhrif á hagkerfið í heild. Það er það sem gerir það sterkt að taka þær aðgerðir saman. Það hefur vissulega mildandi áhrif á hagkerfið í heild og verðstöðugleika, sem skiptir okkur öllu máli þegar við erum að tala um tekjur fyrir einstaklinginn.

Ég vil þá spyrja hv. þingmann í framhaldi af því að hann kom inn á það áðan og er að tala um lægri tekjur. Þakið gerir það að verkum að lægri tekjuhópar fá hlutfallslega meira út úr séreignarsparnaði sínum á þeirri leið, hvort sem þeir eru að greiða niður skuldir eða höfuðstól skulda eða fara í fyrstu kaup. Hefði þá hv. þingmaður ekki viljað sjá þak á séreignarsparnaðinum, sem er 500 þús. kr. á ári?