143. löggjafarþing — 90. fundur,  2. apr. 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[17:20]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Helga Hjörvar fyrirspurnina. Ef ég skil hann rétt þá er hann með hugmynd um að hækka þá prósentu sem launamenn geta lagt fyrir, þeir sem eru þá á lægri launum, svo að þeir geti náð 1,5 millj. kr. á þessu þriggja ára tímabili. Ég held að þetta sé ágæt spurning til að beina til efnahags- og viðskiptanefndar og þar mun þetta mál vonandi fá góða umfjöllun. Ég á ekki von á öðru en að þar komi fram margar hugmyndir og álitamál sem hægt verður að velta fyrir sér í nefndinni en ég mun á þessu stigi ekki taka afstöðu til einstakra hugmynda.