143. löggjafarþing — 90. fundur,  2. apr. 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[21:16]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Vilhjálmi Bjarnasyni svarið.

Ég skal þá bara reyna að svara þessu. Ég veit að hv. þingmaður áttar sig á hvað efnahagshringrás er þar sem eru tvær meginstoðir, heimili og fyrirtæki. Ríkissjóður er til að skapa eitthvert öryggisnet þar á milli. Það eru hagfræðikenningar til sem ég veit að hv. þingmaður þekkir sem hægt væri að nýta til að færa rök fyrir því að þegar heimilin eru jafn skuldsett og þau hafa verið væri það skynsamleg ráðstöfun að vinna niður skuldir heimilanna og eiga aðkomu að því til að efla hagkerfið, atvinnulíf og heimili. Það skiptir öllu máli þegar dagurinn er á enda að heimilin hafi atvinnu. Við höfum jafnframt náð hallalausum fjárlögum þannig að eitthvað erum við að gera rétt.