143. löggjafarþing — 91. fundur,  7. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[17:54]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir spurninguna. Hann byrjar spurningu sína á því að tala um að hrun krónunnar hafi valdið forsendubrestinum og stökkbreytingu lánanna. En hvað olli hruni krónunnar? Það er spurningin sem ég held að við ættum að skoða svo að við getum komið í veg fyrir að það gerist aftur. Það var gegndarlaus aukning peningamagns hér á árunum í aðdraganda hrunsins. Á fimm árum í aðdraganda hrunsins jókst peningamagn í umferð um að meðaltali 20% á ári í hagkerfi sem óx ekki um 20% á ári. Það leiðir bara til eins.

Því miður var ekki haft eftirlit með þessari peningamyndun. Það olli hruni krónunnar og það er verk bankanna. Ég mun í síðara svari koma betur inn á hugsanlegt fordæmisgildi.