143. löggjafarþing — 91. fundur,  7. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[18:45]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hv. þm. Guðmundi Steingrímssyni fyrir svar hans við því sem ég spurði hann um áðan.

Ég vil jafnframt segja að mikilvægt er að horfa á heildaraðgerðina, aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í skuldamálum heimilanna. Þar er núna meðal annars verið að horfa til leigjenda og þeirra sem þurfa á félagslegum húsnæðisúrræðum að halda og unnin er mikil vinna í verkefnastjórn um framtíðarskipan húsnæðismála. Við verðum því að horfa á heildaraðgerðina. Þótt aðgerðin nái kannski ekki til alveg allra, eins og t.d. leigjenda, þá eru aðgerðir sem verða í þeirra þágu innan verkefnastjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála.